Greinasafn fyrir flokkinn: Óflokkað

2017 Breytingar frá fyrri útgáfu

Ískort 2017 Útgáfa

Ný gögn unnin af Iskort.is

 • Gróðurþekja

Ný gróðurþekja unnin upp úr Landsat 8 gervihnattamyndum frá 2015-2016 Uppfærð útgáfa frá Iskort 2016 unnin í kvarða 1:25.000.

 • Litakort

Nýtt litakort unnið upp úr nýjum gögnum. Litaval yfirfarið og breytt lítillega frá síðustu útgáfu.

 • Hæðarlíkan

Nýtt hæðarlíkan unnið úr nýjum gögnum frá Landmælingum íslands ásamt hæðarlíkönum úr drónaflugi á nokkrum stöðum á landinu.

 • Hæðarskygging

Ný hæðar og hallaskygging útbúin til að endurspegla betur þrívídd í landslagi unnið upp úr nýju hæðarlíkani. Lítilsháttar breytingar á formi hallaskygingar.

 • Örnefni

Örnefnalag endurunnið með nýjum gögnum frá LMÍ. Mikil fjölgun á sýnilegum örnefnum í kvörðum 1:100.000, 1:50.000 og 1:25.000.

 • Samgöngur

Pattersson flugvöllur plön og vegir í kring teiknaðir upp. Vegnúmer á vegum útbúið með skiltum sambærilegum og Vegagerðin notar. Viðvörunar og upplýsingaskilti frá Vegagerðinni útbúin og staðsett í samræmi við skilti og staðsetingar frá Vegagerðin.
Gögn frá Landmælingum Íslands – LMÍ IS 50V.

 • LMÍ IS 50V Hæðargögn

Landmælingar Íslands hafa unnið nýtt landhæðarlíkan af Íslandi. Um uppfærslu á eldra líkani er að ræða þar sem nýleg gögn þekja um 39.100 km2 eða um 38% landsins. Stærsta samfellda uppfærslan nær frá Suðurlandi til norðausturs, austur fyrir Egilsstaði. Hæðarlíkanið hefur 10 x 10 m myndeiningar. Helsu nýleg gögn eru (sjá staðsetningu á meðfylgjandi smámynd hér að neaðn): 1) Lidargögn fyrir jökla landsins frá árunum 2007-2012, 15144 km2, LE90: 2,65 m. 2) Gögn unnin úr 5-m-hæðarlínum, 10736 km2, LE90: 3,9 m. 3) Emisar radargögn, 4536 km2, LE90: 3,2 m. 4) Gögn unnin úr 10-m-hæðarlínum, 2938 km2, LE90: 8,48 m, 5) SwedeSurvey photogrammetry gögn, 1433 km2, LE90: 2,60 m, 6) Gögn úr mælikvarða 1:25.000, 1152 km2, LE90: 3,8 m, 7) Bresk lidargögn (Dr. Susan Conway, Open University), 532 km2, LE90: 0,96-4,63 m.

 • LMÍ IS 50V Samgöngur

Útgáfa 24.12.2016: Engar breytingar voru gerðar á flákalaginu. Það hafa aftur á móti orðið breytingar á línulaginu.Nýjum vegum frá Vegagerðinni hefur verið bætt við sem og leiðréttingar hafa verið gerðar. Einnig hefur vegayfirborðið verið endurskoðað og eigindataflan yfirfarin en það eru t.d. alltaf einhverjar breytingar á vegnúmerum.

Útgáfa 17.06.2016: Engar breytingar voru gerðar á flákalaginu. Það hafa aftur á móti orðið breytingar á línulaginu. Fáeinum nýjum vegum frá Vegagerðinni hefur verið bætt við sem og leiðréttingar hafa verið gerðar. Einnig hefur vegayfirborðið verið endurskoðað og eigindataflan yfirfarin en það eru t.d. alltaf einhverjar breytingar á vegnúmerum.

 • LMÍ IS 50V Mannvirki

Útgáfa 24.12.2016: Talsverðar breytingar og leiðréttingar voru gerðar í mannvirkjapunktalaginu. Í flákalaginu voru gerðar smávæginlegar breytingar.

Útgáfa 17.6.2016: Breytingar og leiðréttingar voru gerðar í mannvirkjapunktalaginu. Réttir sem voru í punktalaginu voru færðar yfir í punktalagið í örnefnunum. Nýjar íbúafjölda upplýsingar frá Hagstofunni eru komnar í flákalagið.

 • LMÍ IS 50V Örnefni

Útgáfa 24.12.2016: Frá síðustu útgáfu örnefna hefur verið skráð töluvert af örnefnum í Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð, Dalabyggð, Skagabyggð, Eyjafjarðarsveit, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppi, Vopnafjarðarhreppi, Fjarðabyggð, Flóahreppi, Súgandafirði og á Breiðafirði.

Útgáfa 17.06.2016: Örnefni voru skráð í Borgarbyggð, Grundarfjarðarbæ, Dalabyggð, Strandabyggð, Eyjafjarðarsveit, Þingeyjarsveit, Norðurþingi,
Vopnafjarðarhreppi, Fjarðabyggð og Flóahreppi.
Einnig var áfram unnið í að breyta línum í fláka við ströndina á Vesturlandi.

Iskort 2015 útgáfa komin á fullt.

Ný IS-50V gögn frá Landmælingum Íslands eru orðin aðgengileg og þá hefst lokahnikkur á kortagerð Ískort 2015.  Síðastliðið ár hefur verið annasamt við gerð grunngagna meðal annars gróðurþekja unnin úr Landsat 8 gervihnattamyndum frá Nasa. Nánari lýsing á nýjum gögnum öðrum en þeim frá Landmælingum kemur síðar.
Nú þegar ný gögn hafa komið frá Landmælingum, hefst loka samseting og vinnsla á gögnunum. Í byrjun Janúar 2015 verður lokaútgáfa tilbúin til notkunar í PDF-Maps hugbúnaðinum.

 

Nýtt í gögnum frá Landmælingum Íslands.

 • Hæðargögn:
  Það voru settir inn 6 gps punktar í hæðarpunktalagið. Í hæðarlínulaginu voru Lidargögn á Mýrdalsjökli yfirfarin.
 • Strandlína:
  Í tengslum við uppfærslu á vatnafarinu urðu einhverjar tilfærslur á hjálparlínum í dálkinum‚ adstodarlina í línulaginu en lega strandlínunnar breyttist ekkert. Flákalagið er óbreytt.
 • Mannvirki:
  Fjarskiptalagið er núna hluti af punktalaginu í mannvirkjum, fær kóðann 6500 í flokkun mannvirkja. Ekki lengur er boðið upp á mannvirki línur og eru núna 2 fitjuklasar í mannvirkjalaginu í stað 4. Breytingar og leiðréttingar voru gerðar í mannvirkjapunktalaginu. Í flákalaginu var farið yfir útlínur þéttbýlisstaða. Einnig eru komnar nýjar íbúafjölda upplýsingar frá Hagstofunni.
 • Mörk:
  Breytingar er á póstnúmeralaginu, lagfæringar voru gerðar í samvinnu við Póstinn og Þjóðskrá Íslands. Breytingar er á laginu umdæmi sýslumanna, þeim fækkar úr 24 í 9 (gildistaka 1.1.2015). Sömu sögu er að segja um umdæmi lögreglu, þeim fækkar úr 15 í 9 (gildistaka 1.1.2015). Í sveitarfélagalaginu breyttust mörk í Þingeyjarsveit, Norðurþingi og Skútustaðarhreppi samkvæmt hæstaréttadómi nr. 547/2012. Í línulagi markanna er núna eingöngu sýndar útlínur sveitarfélaga og einnig breyttust mörk í Þingeyjarsveit, Norðurþingi og Skútustaðarhreppi samkvæmt hæstaréttadómi
 • Örnefni:
  Frá síðustu útgáfu örnefna hefur verið skráð töluvert af örnefnum en einnig hefur ónákvæmum línum við ströndina verið breytt í fláka en því verkefni lýkur í næstu útgáfu. Skráð voru örnefni í Borgarbyggð, Skorradalshreppi, Djúpavogshreppi, Þingeyjarsveit, Dalabyggð, Vesturbyggð, Eyjafjarðarsveit, Rangárþingi ytra og í Öræfasveit Örnefni í hafi eru ný í þessari útgáfu.
 • Vatnafar:
  Vatnafarið var uppfært á stórum hluta Austurlands og svo voru minni svæði hér og þar uppfærð, m.a. voru flákar uppfærðir á Suðurlandi, í Skagafirði og á Reykjanesinu. Punktalagið var uppfært með því að færa fossa og flúðir á rétta staði. Við uppfærsluna voru m.a. notuð gervitunglagögn frá GeoEye, SPOT-5, Orbview og CORE og loftmyndir frá Samsýn ehf.
 • Samgöngur:
  Engar breytingar voru gerðar á flákalaginu. Það hafa aftur á móti orðið breytingar á línulaginu. LMÍ mældu fáeina vegi í Húnaþingi vestra. Fáeinum nýjum vegum frá Vegagerðinni var bætt við og leiðréttingar voru gerðar. Einnig hefur vegayfirborðið verið endurskoðað og eigindataflan yfirfarin en það eru t.d. alltaf einhverjar breytingar á vegnúmerum. Þá hafa vegir í þéttbýli verið uppfærðir að mestu með gögnum frá Samsýn ehf.

 

Gögn frá Náttúrufræðistofnun notuð við kortagerð

Ný gögn frá Náttúrufræðistofnun Íslands www.ni.is, eru komin út og nú stendur yfir vinna við að litsetja gögnin til notkunar í kortagerð Iskort.is

Gögnin eru gríðarlega nákvæm eða í kvarðandum 1:25.000. Gróðurgerðir eru  flokkaðar ítarlega í gagnasafninu, ásamt því að ógrónar landgerðir eru flokkaðar eftir yfirborðsgerð.

 

Vistgerðir litsettar eftir flokkum, til notkunar í kortagerð.
Vistgerðir litsettar eftir flokkum, til notkunar í kortagerð. Myndin sýnir vinnugögn.

 

Ný vefsjá tekin í notkun

Ný vefsjá fyrir kort Ískort hefur verið virkjuð. Vefsjáin er þó ennþá í þróun, en í henni er hægt á mjög auðveldan hátt að skoða kort Iskort.is hvort sem er í borðtölvu eða spjaldtölvu. Hægt er að skoða kortið „full-screen“ sem er mjög þægilegt t.d á spjaldtölvum og snjallsímum.

Vinnsla á gróðurþekju

Núna stendur yfir heilmikil yfirferð á Landsat 8 gerfihnattamyndum í þeim tilgangi að ná út heildstæðri gróðurþekju af landinu.

Landsat 8 gagnasafn samanstendur af 11 mismunandi myndum af hverju svæði, teknum á sama tíma. – Munurinn á myndunum felst í mismunandi tíðnisviði sem viðkomandi mynd er tekin á.

Hér er skýringarmynd sem sýnir tíðnisvið hvers „litabands“ í gagnasafninu. Einungis lítill hluti af af tíðnisviðinu er sýnilegt ljós (blár, grænn, rauður). Önnur bönd eins og t.d infrarauður er notaður til að vinna gróðurþekju og band 1 t.d notað til að vinna vatnsyfirborð.

landsat8

Efri röðin sýnir Landsat 8 bönd, en sú neðri eldri Landsat 7 bönd.

Gróðurþekjan (NDVI)  er fengin út bandi 4(Red) og bandi 5 (NIR, Near Infrared) með ákveðinni formúlu :

NDVI = ((NIR - Red)/(NIR + Red))

Reikna þarf út gróðurþekjuna fyrir hverja mynd fyrir sig og einnig þarf að taka út svæði sem eru þakin skýjum.

Landsat 8 gagnasafnið inniheldur sérstakt band sem endurspeglar gæði hvers pixels í viðkomandi mynd og er hægt að lesa út ýmisskonar upplýsingar úr gæðabandinu. Stök gildi í skránni eru t.d fyrir lágský, háský, ís, snjó, og vatn og land.

 

Hér fyrir neðan eru sýnishorn í lágri upplausn af hverri þekju og þeim þrepum í vinnslunni sem eru til að fá út skýjalausa gróðurþekju.

Þar sem skýjað er, þarf að finna aðra mynd tekna á öðrum tíma, þar sem svæðið er skýjalaust. Leggja  þarf svo myndirnar saman til að fá heilstæða skýjalausa þekju af öllu landinu.

Hver mynd þekur um 37 ferkílómetra og því eru heilmargar myndir sem þarf til að þekja allt landið og ennþá fleiri til að ná öllum svæðum skýjalausum.

Band-4
Þekja sem endurspeigar rauðan lit

Band-5
Þekja sem endurspeglar infrarauðan lit

NDVI
NDVI þekja sem endurspeglar hvar gróður er (grænn), og ís/vatn (Blár)

Band-BQA
Gæðaþekjan. Mismunandi litir endurspegla mismunandi gæði á hverjum pixel og yfirborðstegund

Band-BQA-Filtered
Þekja þar sem skýlaus svæði hafa verið merkt græn.

NDVI-Clouds
Gæðaþekjan lögð yfir gróðurþekjuna þar sem eingöngu skýjalaust svæði skilar sér í gegn.

Greens-Clouds
Gróður (grænn) aðskilin frá NDVI myndinni (Blár tekinn frá) og út kemur þekja sem endurspeglar magn gróðurs.

 

Kortagerð fyrir Original Mountain Marathon, Iceland 2014

Nú stendur yfir kortagerð fyirir OMM Iceland 2014 (Original Mountain Marathon). Keppnin hefur verið haldin hér á landi síðastliðin 2 ár  á svæðinu í kringum Reykjanesvita, en nú verður keppnin haldin austar á Reykjanesinu eða á svæðinu á milli Bláa Lónsins og Kleifarvatns.
Ískort sér um að útbúa kort fyrir keppendur og skipuleggjendur.  Keppendur fá uppgefin hnit og eiga að safna stigum með viðkomu á fyrirfram ákveðnum áfangastöðum. Keppendur hafa útprentað kort frá Ískort og notast  eingöngu við kortið og áttavita til þess að rata um svæðið.
Skipuleggjendur nota einnig kortasjá frá Ískort við skipulagningu keppninnar, en á kortinu eru meðal annars merktar gönguleiðir, hættusvæði og bannsvæði ásamt jaðar þess svæðis sem keppendur verða að halda sig innan.

Skjáskot af hluta kortsins.

OMM-Iceland-2014-Sample

Samstaf við Rögg varðandi GSM Leitarkerfi

Ískort gerði á dögunum samning við Rögg ehf. um að kortagögn frá Ískort yrðu notuð í GSM Leitarkerfi Rögg, en kerfið samanstendur af GSM fjarskiptabúnaði, hugbúnaði frá Rögg og kortagrunni frá Ískort.

GSM Leitarkerfið er sérhannað af Rögg fyrir Landhelgisgæslu Íslands og er færanlegur búnaður sem má setja í þyrlur gæslunar. Með búnaðinum er hægt að miða út staðsetingu GSM síma þó svo að síminn sé ekki í sambandi við símkerfið sjálft. Kerfi sem þetta hraðar mjög leit af týndum einstaklingi og getur einnig komið á símasambandi við þann sem leitað er að.

Kortagerð fyrir Flugdeild Landhelgisgæslu Íslands

Nú er lokið kortagerð fyrir Flugdeild Landhelgisgæslu Íslands og verða kortin formlega afhent síðar í vikunni.

Kortin eru sérútbúin með þarfir þyrlusveitarinnar í huga, þar sem búið er að draga fram þá þætti sem auka öryggi þeirra í flugi. Þar má helst nefna staðsetingu fjarskiptamastra og raflína.  Einnig var útbúið viðamikið safn gönguleiða, þar sem  í eru yfir 1400 gönguleiðir víðsvegar um landið. Gögn frá fjarskiptafyrirtækjunum og öðrum sem hafa fjarskiptamöstur í sinni umsjón, þrefölduðu nær fjölda fjarskiptamastra úr opnum gögnum.  Að auki voru gögn frá Sjómælingum Íslands sett inn á kortin þar sem vitar, baujur, dýptarlínurlínur og annað í sjó er gert sýnilegt, en slíkar upplýisngar nýtast þyrlusveitinni við leit á sjó.  Stefnuvitar fyrir blindflug eru einnig á kortunum ásamt fleiri þáttum sem nýtast þyrlusveitinni sérstaklega.

Með því safni upplýsinga sem eru á kortunum hefur verið útbúið sérhæfð kort, þar sem sjónarmið flugöryggis, leitar á landi og leitar á sjó  eru sameinuð í eitt kortasafn.

Skjáskotin hér að neðan sýna helstu þætti kortanna þar sem umræddar upplýsingar koma fram á kortinu.

 dypisgogn
Hafsvæði í kringum Ísland nær á kortunum frá Grænlandi til Færeyja. Dýpislínur, sæstrengir og landhelgislínur.
 saestrengir
Sæstrengir og landhelgislínur
 vitar1
Baujur og sker, merkt með táknum í samræmi við sjókort Sjómælinga Íslands
 vitar
Vitar með þeim litageirum  og merkingum frjá Sjómælingum Íslands.
 lokadirvegir
Aflagðir vegir sem auðvelda löggæslustörf á hálendinu í baráttunni við utanvegaakstur.
 raflinur
Raflínur gerðar mjög áberandi í kortinu, og aðgreining gerð á milli bæjarlína og burðarlína
 fjarskiptamastur
Fjarskiptamöstur gerð áberandi í kortunum.
 gonguleidir
Gönguleiðir.

Kort sem þessi, til notkunar í flugsveit LHG, innihalda gríðarlega mikið af gögnum frá ýmsum aðilum og þeim bera að þakka sérstaklega auk þeirra aðila sem hjálpuðu til við gagnaöflun og ráðgjöf við kortagerð.

Landmælingar Íslands – Grunnkort IS-50V
Sjómælingar Íslands – Dýptarlínur, örnefni í sjó, baujur, vitar og önnur sjókortagögn
Veðurstofa Íslands – Hæðarlíkan jökla
Raunvísindastofnun Háskóla Íslands – Hæðarlíkan jökla
Tetra á Íslandi – Staðsetning fjarskiptamastra
Slysavarnarfélagið Landsbjörg – Staðseting fjarskiptamastra
Loftmyndir – Ráðgjöf við kortagerð
Míla – Staðsetning fjarskiptamastra
Vodafone – Staðsetning fjarskiptamastra
Ísavia – Staðsetning fjarskiptamastra
Rúv – Staðsetning fjarskiptamastra
Landsvirkjun – Lega raflína, Staðsetning vindmyllna
Landsnet – Lega raflína
Orkubú Vestfjarða – Lega raflína
Rarik – Lega raflína
Orkuveita Reykjavíkur – Lega raflína
Fiskistofa – Veiðisvæði, lokanir og hólf
Félagar í Hjálparsveit Skáta Reykjavík – Söfnun Gönguleiða
Þórhildur Önnudóttir – Ráðgjöf við kortagerð.

 

Kort af hreindýraveiðisvæðum

Ný kort af hreindýraveiðisvæðum eru tilbúin til sölu og notkunar í hugbúnaðinum Pdf-maps.

Kortin eru 12 talsins, 2 x 1:100.000 af  austurlandi skipta upp eftir Norðurhluta og Suðurhluta. Og 10 x  1:50.000 eru af hverju veiðisvæði fyrir sig, en svæði 1 og 2 eru það stór að þeim er skipt niður í 3 kort hvert. Blaðskiptinguna má sjá hér fyrir neðan.

Hreindýrasvæðin eru merkt inn á kortið og hvert svæði auðkennt með litum. – Yfirlitskort er til hliðar við sjálft kortið, svo notandi getur vel séð hvaða svæði er hvar.

Kortin eru aðgengileg í PDF-Maps hugbúnaðinum, undir merkjum Ískort.

Hér er skjáskot af kortinu.

Hreindýraveiðisvæði

 

Blaðskipting 1:50.000 Korta.

Blaðskipting hreindýrasvæðakorta     Blaðskipting hreindýrasvæðakorta

2014 útgáfur af kortum Ískort

Núna eru 2014 útgáfur af kortum Ískort  komin í sölu í gegnum hugbúnaðinn PDF-Maps, en hann er fáanlegur í Android og Apple iOS snjalltæki.

Kortin eru í skölum 1:750.000, 1:500.000, 1:250.000, 1:100.000 og 1:50.000 kort, sem er nú í fyrsta skipti í íslandssögunni sem heilstætt kortasafn af öllu landinu í skalanum 1:50.000 er gefið út til almennings.

Öll kortin eru einnig komin í kortasjánna hér á síðunni, en þar er hægt að skoða kortin í fullri upplausn án endurgjalds.

Helstu breytingar frá fyrri útgáfu.

Uppfærð grunngögn frá Landmælingum ísland, IS-50V, uppfærsla sem var gefin út 23.Desember 2013
í þeirri útgáfu er helst: Uppfært hæðarlíkan, vatnafar, mannvirkki, örnefni , samgögngur og strandlína.

Til viðbótar við uppfærð gögn frá Landmælingum Íslands, er nýtt viðamikið gönguleiðalag. Í þeim grunni, sem er unnin af Ískort eru 1045 gönguleiðir vítt og breitt um landið.
Grunngögn gönguleiðalags er mikið til fengið úr ferlasafni ýmissa björgunarsveitarmanna, ásamt því að gönguleiðir voru hnitaðar upp eftir ferlum og leiðum sem safnað var saman og yfirfarðar af ýmsum ferlasíðum.

Útfærsla á örnefnum var unnin upp á nýtt og eru mun fleiri örnefni á kortunum en áður og forgangur þeirra eftir tegund var endurskoðaður.
Vegflokkanir voru endurskoðaðir og skýrari aðgreining gerð á milli vegtegunda

Gönguleiðir
Gönguleiðir

Kíkið á kortasjánna til að skoða.

 

Blaðskipting 1:100.000 korta

Blaðskipting 1:100.000       100k-Bladskipting-2

1. Vestfirðir, 2. Norðurland, 3. Langanes, 4. Hálendið Austur, 5. Suðausturland, 6. Suðvesturland, 7. Vesturland, 8. Norðvesturland, 9. Hálendið Vestur, 10. Fjallabak, 11. Norðausturland, 12. Austurland

Blaðskipting 1:50.000 korta

50k-skipting-5       50k-skipting-4  
1.Skagafjörður, 2. Melrakkaslétta, 3. Möðrudalsöræfi, 4. Borgarfjörður, 5. Nýidalur, 6. Snæfell, 7. Suðurland, 8. Laki, 9. Ísafjarðardjúp, 10. Hólmavík, 11. Öxarfjörður, 12. Langanes, 13. Mývatn, 14. Héraðsflói,15. Snæfellsnes, 16. Langjökull, 17. Askja, 18. Djúpivogur, 19. Reykjanes, 20. Landmannalaugar, 21. Skaftafell

50k-skipting-3       50k-skipting-2

22. Hornstrandir, 23. Patreksfjörður, 24. Skagaheiði, 25. Húsavík, 26. Vopnafjörður, 27. Búðardalur, 28. Kjölur, 29. Ódáðahraun, 30 Austfirðir, 31. Hvalfjörður, 32. Veiðivötn, 33. Kverkfjöll, 34. Hvolsvöllur 35. Strandir, 36. Eyjafjörður, 37. Haugsöræfi, 38. Hrútafjörður, 39. Laugafell, 40. Jökuldalur, 41. Haukadalur, 42. Grímsvötn, 43. Hornafjörður, 44. Kirkjubæjarklaustur

50k-skipting-1

45. Breiðafjörður, 46. Eyjafjarðarsveit, 47. Kerlingafjöll, 48. Breiðamerkurjökull, 49. Mýrdalsjökull