Forsíða

Ískort bíður upp á landakort til notkunar í spjaldtölvur og farsíma. Hugbúnaðurinn sem notaður er heitir Avenza Maps (hét áður PDF-Maps) og hann er fáanlegur bæði í Apple iOS, Google Android og Windows 8 og Windows 10 tæki.

Kortin eru keypt í gegnum hugbúnaðinn eftir að notandinn skráir sig inn. Kort sem keypt eru eru sótt af vefþjóni og eru vistuð í tæki viðkomandi notanda. Notandi þarf því ekki að vera tengdur interneti til þess að skoða kortin síðar. Einnig bíður kerfið uppá þann möguleika að sami notandi sæki kortið aftur í nýtt tæki. Notendur þurfa því eingöngu að kaupa hvert kort einu sinni.

Hér á síðunni er hægt að skoða kortin og sjá blaðskiptingu kortanna eins og þau eru framsett í Avensa Maps hugbúnaðinum.