Kortagerð fyrir Original Mountain Marathon, Iceland 2014

Nú stendur yfir kortagerð fyirir OMM Iceland 2014 (Original Mountain Marathon). Keppnin hefur verið haldin hér á landi síðastliðin 2 ár  á svæðinu í kringum Reykjanesvita, en nú verður keppnin haldin austar á Reykjanesinu eða á svæðinu á milli Bláa Lónsins og Kleifarvatns.
Ískort sér um að útbúa kort fyrir keppendur og skipuleggjendur.  Keppendur fá uppgefin hnit og eiga að safna stigum með viðkomu á fyrirfram ákveðnum áfangastöðum. Keppendur hafa útprentað kort frá Ískort og notast  eingöngu við kortið og áttavita til þess að rata um svæðið.
Skipuleggjendur nota einnig kortasjá frá Ískort við skipulagningu keppninnar, en á kortinu eru meðal annars merktar gönguleiðir, hættusvæði og bannsvæði ásamt jaðar þess svæðis sem keppendur verða að halda sig innan.

Skjáskot af hluta kortsins.

OMM-Iceland-2014-Sample