Allar færslur eftir maddi

2017 Breytingar frá fyrri útgáfu

Ískort 2017 Útgáfa

Ný gögn unnin af Iskort.is

 • Gróðurþekja

Ný gróðurþekja unnin upp úr Landsat 8 gervihnattamyndum frá 2015-2016 Uppfærð útgáfa frá Iskort 2016 unnin í kvarða 1:25.000.

 • Litakort

Nýtt litakort unnið upp úr nýjum gögnum. Litaval yfirfarið og breytt lítillega frá síðustu útgáfu.

 • Hæðarlíkan

Nýtt hæðarlíkan unnið úr nýjum gögnum frá Landmælingum íslands ásamt hæðarlíkönum úr drónaflugi á nokkrum stöðum á landinu.

 • Hæðarskygging

Ný hæðar og hallaskygging útbúin til að endurspegla betur þrívídd í landslagi unnið upp úr nýju hæðarlíkani. Lítilsháttar breytingar á formi hallaskygingar.

 • Örnefni

Örnefnalag endurunnið með nýjum gögnum frá LMÍ. Mikil fjölgun á sýnilegum örnefnum í kvörðum 1:100.000, 1:50.000 og 1:25.000.

 • Samgöngur

Pattersson flugvöllur plön og vegir í kring teiknaðir upp. Vegnúmer á vegum útbúið með skiltum sambærilegum og Vegagerðin notar. Viðvörunar og upplýsingaskilti frá Vegagerðinni útbúin og staðsett í samræmi við skilti og staðsetingar frá Vegagerðin.
Gögn frá Landmælingum Íslands – LMÍ IS 50V.

 • LMÍ IS 50V Hæðargögn

Landmælingar Íslands hafa unnið nýtt landhæðarlíkan af Íslandi. Um uppfærslu á eldra líkani er að ræða þar sem nýleg gögn þekja um 39.100 km2 eða um 38% landsins. Stærsta samfellda uppfærslan nær frá Suðurlandi til norðausturs, austur fyrir Egilsstaði. Hæðarlíkanið hefur 10 x 10 m myndeiningar. Helsu nýleg gögn eru (sjá staðsetningu á meðfylgjandi smámynd hér að neaðn): 1) Lidargögn fyrir jökla landsins frá árunum 2007-2012, 15144 km2, LE90: 2,65 m. 2) Gögn unnin úr 5-m-hæðarlínum, 10736 km2, LE90: 3,9 m. 3) Emisar radargögn, 4536 km2, LE90: 3,2 m. 4) Gögn unnin úr 10-m-hæðarlínum, 2938 km2, LE90: 8,48 m, 5) SwedeSurvey photogrammetry gögn, 1433 km2, LE90: 2,60 m, 6) Gögn úr mælikvarða 1:25.000, 1152 km2, LE90: 3,8 m, 7) Bresk lidargögn (Dr. Susan Conway, Open University), 532 km2, LE90: 0,96-4,63 m.

 • LMÍ IS 50V Samgöngur

Útgáfa 24.12.2016: Engar breytingar voru gerðar á flákalaginu. Það hafa aftur á móti orðið breytingar á línulaginu.Nýjum vegum frá Vegagerðinni hefur verið bætt við sem og leiðréttingar hafa verið gerðar. Einnig hefur vegayfirborðið verið endurskoðað og eigindataflan yfirfarin en það eru t.d. alltaf einhverjar breytingar á vegnúmerum.

Útgáfa 17.06.2016: Engar breytingar voru gerðar á flákalaginu. Það hafa aftur á móti orðið breytingar á línulaginu. Fáeinum nýjum vegum frá Vegagerðinni hefur verið bætt við sem og leiðréttingar hafa verið gerðar. Einnig hefur vegayfirborðið verið endurskoðað og eigindataflan yfirfarin en það eru t.d. alltaf einhverjar breytingar á vegnúmerum.

 • LMÍ IS 50V Mannvirki

Útgáfa 24.12.2016: Talsverðar breytingar og leiðréttingar voru gerðar í mannvirkjapunktalaginu. Í flákalaginu voru gerðar smávæginlegar breytingar.

Útgáfa 17.6.2016: Breytingar og leiðréttingar voru gerðar í mannvirkjapunktalaginu. Réttir sem voru í punktalaginu voru færðar yfir í punktalagið í örnefnunum. Nýjar íbúafjölda upplýsingar frá Hagstofunni eru komnar í flákalagið.

 • LMÍ IS 50V Örnefni

Útgáfa 24.12.2016: Frá síðustu útgáfu örnefna hefur verið skráð töluvert af örnefnum í Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð, Dalabyggð, Skagabyggð, Eyjafjarðarsveit, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppi, Vopnafjarðarhreppi, Fjarðabyggð, Flóahreppi, Súgandafirði og á Breiðafirði.

Útgáfa 17.06.2016: Örnefni voru skráð í Borgarbyggð, Grundarfjarðarbæ, Dalabyggð, Strandabyggð, Eyjafjarðarsveit, Þingeyjarsveit, Norðurþingi,
Vopnafjarðarhreppi, Fjarðabyggð og Flóahreppi.
Einnig var áfram unnið í að breyta línum í fláka við ströndina á Vesturlandi.

Ískort 2016 – Breytingar frá fyrri útgáfu

Ískort 2016 Útgáfa

 

Ný gögn unnin af Iskort.is

Öll gögn unnin fyrir mælikvarðann 1:25.000 eða nákvæmar.

 • Holuhraun

Útlínur Holuhrauns dregnar upp eftir Landsat 8 gerfihnattamynd

 • Jöklar

Útlínur jökla dregnar upp eftir LIDAR mælingum VSÍ og RHÍ ásamt Landsat 8 gervihnattamyndum til viðmiðunar. – Útlínur yfirfarðar frá fyrri útgáfu.

 • Gervihnattamynd

Skýjalaus gervihnattamynd unnin upp eftir Landsat 8 gervihnöttum. Gögn frá LMÍ notuð til viðmiðunar við val á skýjalausum myndum og svæðanotkunar á hverri mynd fyrir sig. Myndin síðar notuð til vinnslu frumgagna og einnig sem hluti af litaþekju.

 • Gróðurþekja

Gróðurþekja unnin upp úr Landsat 8 gervihnattamyndum. Uppfærð útgáfa frá Iskort 2015 unnin í kvarða 1:25.000.

 • Litakort

Nýtt litakort unnið upp úr nýjum gögnum. Litaval yfirfarið og breytt lítillega frá síðustu útgáfu, þó helst litur á gróðurþekju unnir úr Landsat 8 gervihnattamyndum.

 • Hæðarlíkan jökla

Hæðarlíkan Hofsjökuls yfirfarið og lagfærðir gallar. Jaðar annara hæðarlíkana unna úr LIDAR gögnum lagfærir í jöðrum og samskeytum.

 • Vatnafar

Rúmlega 500 smávötn teiknuð upp í nágrenni jökuljaðra, teiknuð upp eftir Landsat 8 gervihnattamynd og LIDAR hæðarlíkani.

 • Hæðarskygging

Ný hæðar og hallaskygging útbúin til að endurspegla betur þrívídd í landslagi. Hallaskygging endurgerð fyrir sprungur í jöklum.

 • Örnefni

Örnefnalag endurunnið með nýjum gögnum frá LMÍ. Mikil fjölgun á sýnilegum örnefnum í kvörðum 1:100.000, 1:50.000 og 1:25.000.

 • Samgöngur

Pattersson flugvöllur plön og vegir í kring teiknaðir upp. Vegnúmer á vegum útbúið með skiltum sambærilegum og Vegagerðin notar. Viðvörunar og upplýsingaskilti frá Vegagerðinni útbúin og staðsett í samræmi við skilti og staðsetingar frá Vegagerðin.
Gögn frá Skógrækt Ríkisins.

 • Náttúrulegt birki á Íslandi

Kortlagning náttúrulegs birkis á Íslandi fór fram á árunum 2010-2014. Útbreiðsla birkis var kortlögð á vettvangi og m.a. skráðar upplýsingar um hæð, þekju og aldur. Samkvæmt skilgreiningum er birki sem nær 2m hæð flokkað sem birkiskógur, en undir 2m er flokkað sem birkikjarr. Flatarmál birkis á Íslandi er 150.600 ha. Þróun og viðhald gagnagrunnsins fer fram við Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá.

 • Ræktað skóglendi á Íslandi

Þekja ræktaðs skóglendis á Íslandi er uppfærð árlega með innsendum gögnum um gróðursetningar hvers árs. Þekjan inniheldur upplýsingar um framkvæmdaaðila, ár gróðursetningar, trjátegundir, auk ýmissa annarra upplýsinga. Þróun og viðhald gagnagrunnsins fer fram við Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá.

 

Gögn frá Landmælingum Íslands – LMÍ IS 50V.

 • CORINE gróðurfarsgögn

Ný útgáfa af Corine gróður og yfirborðsgögn

 • LMÍ IS 50V Hæðargögn

Útgáfa 24.12.2015: Hæðarlínulagið var aðeins breytt. Það voru sett inn ný Lidargögn frá IPY (International Polar Year) af Flateyjardal, gögn frá 2011. Punktalagið er óbreytt. Útgáfa 17.06.2015 Hæðarlínulagið var aðeins breytt. Það voru sett inn ný Lidargögn frá IPY (International Polar Year) af Vatnajökli, gögn frá 2011. Hæðarpunktalagið lagfært í samræmi við ný hæðargögn á Vatnajökli. Talsvert af punktum voru teknir út, örlítið var um leiðréttingar.

 • LMÍ IS 50V Samgöngur

Útgáfa 24.12.2015: Flákalagið í samgöngulaginu er óbreytt en vegalagið breyttist þó nokkuð. Landmælingar Íslands mældu vegi í Djúpavogshreppi og þá aðallega fyrir ofan hálendislínu. Um er að ræða vegi sem sveitarfélagið var búið að flokka sem opna vegi en voru ekki til í grunni Landmælinga Íslands. Búið er að flokka vegi í Skaftárhreppi fyrir ofan hálendislínu (utan Vatnajökulsþjóðgarðs) og fengu fáeinir vegir flokkunina „lokaðir vegir“ og „takmörkuð og tímabundin notkun vegar“. Við það birtast þeir ekki lengur í útgáfulaginu. Nýjum vegum frá Vegagerðinni, m.a. nýjum Álftanesvegi og breytingum á vegstæði á Vestfjarðarvegi, var bætt við og leiðréttingar voru gerðar á öðrum vegum. Þá hefur vegayfirborðið verið endurskoðað og eigindataflan yfirfarin en alltaf eru einhverjar breytingar á vegnúmerum.

Útgáfa 17.06.2015: Engar breytingar voru gerðar á flákalaginu. Línulagið tók hins vegar breytingum. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur lokið við sína flokkun á vegum fyrir ofan hálendislínu og fengu fáeinir vegir flokkunina „lokaðir vegir“ og „takmörkuð og tímabundin notkun vegar“ .Við það birtast þeir ekki lengur í útgáfulaginu. Húnavatnshreppur hefur einnig lokið við að meta vegi sveitarfélagsins fyrir ofan hálendislínu og fékk einn vegur flokkunina „lokaður vegur“. Klárað var að uppfæra vegi í þéttbýli með gögnum frá Samsýn ehf.

 • LMÍ IS 50V Mannvirki

Útgáfa 24.12.2015: Talsverðar breytingar og leiðréttingar voru gerðar í mannvirkjapunktalaginu en flákalagið er óbreytt á milli útgáfa.

Útgáfa 17.6.2015: Breytingar og leiðréttingar voru gerðar í mannvirkjapunktalaginu og í flákalaginu komu nýjar íbúafjölda upplýsingar frá Hagstofunni.

 • LMÍ IS 50V Örnefni

Útgáfa 24.12.2015: Breytingar er mismiklar eftir lögum en flestar breytingar eru í örnefnalaginu, þar sem mikil og stöðug vinna fer fram við hnitsetningu. Skráning örnefna hefur aðallega farið fram á svæðum í Borgarfirði, Eyjafirði, Þingeyjarsveit, Sveitarfélaginu Hornafirði og Skaftárhreppi en á flestum stöðum er um að ræða mikla vinnu heimamanna og staðkunnugra.  Áfram var  unnið við  breytingar á línum í fláka við ströndina á Vesturlandi, sama má segja um línur á jöklum þá var mörgum flákum á ám breytt í línur.

Útgáfa 17.06.2015: Örnefni voru skráð í Borgarfirði, Vesturbyggð, Eyjafirði, Þingeyjarsveit, Sveitarfélaginu Hornafirði, Skaftárhreppi, Rangárþingi eystra, og Flóahreppi. Skráð voru örnefni á sjó en þau komu af sjókortum LHG. Einnig var unnið í að breyta línum í fláka við ströndina.

 • LMÍ IS 50V Vatnafar

Útgáfa 24.12.2015: Vatnafarið hefur verið uppfært töluvert og allir jöklar landsins voru uppfærðir. Spot-5 gervitunglamyndir frá árunum 2011-2013 eru hafðar í bakgrunni og eru jöklarnir teiknaðir eftir þeim. Spot-5 myndirnar eru meginheimildin en jöklalínur úr CORINE verkefni og jöklalínur frá Oddi Sigurðssyni hjá Orkustofnun eru hafðar til hliðsjónar. Töluvert svæði norðan og sunnan Vatnajökuls hefur verið uppfært sem og svæðið við Þjórsárver. Punktalagið var uppfært með því að færa fossa og flúðir á rétta staði. Í tengslum við uppfærslu á vatnafarinu urðu einhverjar tilfærslur á „hjálparlínum“ í dálkinum adstodarlina í línulaginu, en lega strandlínunnar breyttist ekkert.

Ískort 2015 – Beytingar frá fyrri útgáfu.

 

Ný gögn og gagnagerð

Mikið af nýjum gögnum er notað við Ískort 2015 útgáfu. Þar má nefna helst nýtt gagnasafn frá Landmælingum Íslands – IS-50V, ásamt nýjum gögnum unnum af Ískort.is uppúr grunngögnum frá ýmsum aðilum. Þar má helst nefna Gróðurþekja unna upp úr Landsat 8 gervihnattamyndum frá NASA, en Landsat 8 myndirnar hafa mikla greiningarhæfni ásamt því að úr gögnum er hægt að vinna margar tegundir af gagnaþekjum. Útbúnir voru sjálfvirkir vinnuferlar og aðferðir við að ná nær skýjalausum myndum af öllu landinu.

 

Gögn unnin af Ískort.is

Mikið af nýjum gagnaskrám var unnið upp úr gögnum frá ýmsum aðilum, þó helst Veðurstofu Íslands, Raunvísindadeild Háskóla Íslands og svo frá Bandarísku geimferðastofnuninni (NASA)

 • Gróðurþekja
  Gróðurþekja var unnin úr Landsat 8 gervihnattamyndum frá Bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) Normalized Difference Vegetation Index (NDVI) var reiknað út úr yfir 250GB af gögnum frá árinu 2013 og 2014. Útkoman var um 5GB gagnasafn með nákvæmu líkani af gróðurþekju. Þekjan inniheldur ekki eingöngu hvar eru gróður, heldur hversu þykkur og lifandi gróðurinn er.
 • Hæðarlíkan af jöklum og nágrenni
  Hæðarlíkan unnið úr gögnum frá Veðurstofu Íslands og Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Gögnin voru útbúin úr punktaskrám úr Lidar mælingum sem framkvæmdar hafa verið á undanförnum árum af nær öllum jöklum landsins. Mælingarnar eru gríðarlega nákvæmar og úr gögnunum var unnið nákvæmt líkan af yfirborði jöklana. Í líkaninu sjást sprungur vel og jafnvel bílför. Hæðarlíkan af nær öllum jöklum landsins eru í 2015 útgáfu Ískort.is. Einna helst vantar Langjökul.
 • Útlínur jökla
  Útlínur jökla voru endurteiknaðar upp eftir Lidar mælingum. Töluvert miklar breytingar hafa verið á jöklum á undanförnum árum og munar því miklu af hafa nýjar mælingar til að teikna upp nýtt útlínulag af jöklum. Mikið af nýjum jökulskerum og jökul ruðningum var teiknað upp. Gervihnattamyndir frá NASA (Landsat 8) voru einnig notaðar við yfirborðskoðun á jöklum.
 • Landgrunnur
  Nýtt hæðarlíkan af landgrunni unnið upp eftir gögnum frá bandarísku hafrannsóknarstofnuninni: National Oceanic and Atmospheric Administration (NOAA) ásamt því að gögn frá Sjómælingum Íslands voru notuð nær strandlínunni
 • Holuhraun
  Útlínumynd af holuhrauni var teiknuð upp eftir Landsat 8 gervihnattamyndum. Útlínumynd var unnin upp eftir hitamyndum útbúnum úr Landsat 8 gagnasafninu frá því að eldgos byrjaði og var staðan á hrauninu þann 18.12.2014 teiknuð upp. Ath. vatnafar kringum hraunið er ekki uppfært þar sem gögn um sumarrennsli vantar eftir að hraunið kom upp.
 • Vatnafar
  Teiknaðar voru útlínur vatna og jökullóna í kringum jökla. Lidar gögn voru notuð við vinnsluna. Gervihnattamyndir frá NASA (Landsat 8) voru einnig notaðar til hliðsjónar
 • Hæðarlíkan af landi.
  Heildstætt hæðarlíkan var unnið upp úr gögnum Landmælinga Íslands, Landupplýsingakerfi Reykjavíkurborgar (LURC) og Lidar mælingum Veðurstofu Íslands og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Gögnum frá aðilunum var steypt saman í eitt heildstætt hæðarlíkan
 • Hæðarlínur
  Nýtt hæðarlínulag var unnið upp úr hæðarlíkani af landi og jöklum, ásamt því að útbúið var bæði hæðarlínulag með 20 metra millibili og 10 metra millibili. Nýtt gagnasafn með útlínum jökla var notað til að aðgreina hæðarlínur á landi eða jöklum.

 

IS-50V gögn frá Landmælingum Íslands

 • Hæðargögn:
  Það voru settir inn 6 gps punktar í hæðarpunktalagið. Í hæðarlínulaginu voru Lidargögn á Mýrdalsjökli yfirfarin.
 • Strandlína:
  Í tengslum við uppfærslu á vatnafarinu urðu einhverjar tilfærslur á hjálparlínum í dálkinum‚ adstodarlina í línulaginu en lega strandlínunnar breyttist ekkert. Flákalagið er óbreytt.
 • Mannvirki:
  Fjarskiptalagið er núna hluti af punktalaginu í mannvirkjum, fær kóðann 6500 í flokkun mannvirkja. Ekki lengur er boðið upp á mannvirki línur og eru núna 2 fitjuklasar í mannvirkjalaginu í stað 4. Breytingar og leiðréttingar voru gerðar í mannvirkjapunktalaginu. Í flákalaginu var farið yfir útlínur þéttbýlisstaða. Einnig eru komnar nýjar íbúafjölda upplýsingar frá Hagstofunni.
 • Mörk:
  Breytingar er á póstnúmeralaginu, lagfæringar voru gerðar í samvinnu við Póstinn og Þjóðskrá Íslands. Breytingar er á laginu umdæmi sýslumanna, þeim fækkar úr 24 í 9 (gildistaka 1.1.2015). Sömu sögu er að segja um umdæmi lögreglu, þeim fækkar úr 15 í 9 (gildistaka 1.1.2015). Í sveitarfélagalaginu breyttust mörk í Þingeyjarsveit, Norðurþingi og Skútustaðarhreppi samkvæmt hæstaréttardómi nr. 547/2012. Í línulagi markanna er núna eingöngu sýndar útlínur sveitarfélaga og einnig breyttust mörk í Þingeyjarsveit, Norðurþingi og Skútustaðarhreppi samkvæmt hæstaréttadómi
 • Örnefni:
  Frá síðustu útgáfu örnefna hefur verið skráð töluvert af örnefnum en einnig hefur ónákvæmum línum við ströndina verið breytt í fláka en því verkefni lýkur í næstu útgáfu. Skráð voru örnefni í Borgarbyggð, Skorradalshreppi, Djúpavogshreppi, Þingeyjarsveit, Dalabyggð, Vesturbyggð, Eyjafjarðarsveit, Rangárþingi ytra og í Öræfasveit Örnefni í hafi eru ný í þessari útgáfu.
 • Vatnafar:
  Vatnafarið var uppfært á stórum hluta Austurlands og svo voru minni svæði hér og þar uppfærð, m.a. voru flákar uppfærðir á Suðurlandi, í Skagafirði og á Reykjanesinu. Punktalagið var uppfært með því að færa fossa og flúðir á rétta staði. Við uppfærsluna voru m.a. notuð gervitunglagögn frá GeoEye, SPOT-5, Orbview og CORE og loftmyndir frá Samsýn ehf.
 • Samgöngur:
  Engar breytingar voru gerðar á flákalaginu. Það hafa aftur á móti orðið breytingar á línulaginu. LMÍ mældu fáeina vegi í Húnaþingi vestra. Fáeinum nýjum vegum frá Vegagerðinni var bætt við og leiðréttingar voru gerðar. Einnig hefur vegayfirborðið verið endurskoðað og eigindataflan yfirfarin en það eru t.d. alltaf einhverjar breytingar á vegnúmerum. Þá hafa vegir í þéttbýli verið uppfærðir að mestu með gögnum frá Samsýn ehf.

 

Gögn frá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Náttúrufræðistofnum Íslands gaf út á árinu nákvæmt gróðurkort af miðhálendi Íslands í skalanum 1:25.000. ásamt jarðfræðikorti sem sýnir meðal annars hraunþekjur. Gögnin voru notuð ásamt gögnum frá Landmælingum Íslands til að mynda gróðurþekjulag, sem er ráðandi í litalagi korta Ískort.is

 • Gróðurkort af miðhálendi Íslands spannar 42.700 km2 eða um 41% af landinu í mælikvarða 1:25.000. Gróður er flokkaður eftir ríkjandi og einkennandi tegundum plantna í um 100 gróðurfélög sem byggja á gróðurflokkun. Auk þess er  land sem hefur minni gróðurþekju en 10%, flokkað í 14 mismunandi landgerðir (jöklar, vötn, ár, o.s.frv.). Gróið land er flokkað í fjóra þekjuflokka þ.e. algróið > 90% gróðurhula, 75% gróðurhula, 50% gróðurhula og 25% gróðurhula.

 

Gögn frá Landsnet, Rarik, Orkubú Vestfjarða og Orkuveitu Reykjavíkur.

Lega raflína var fengin frá veitufyrirtækjunum og notuð í kortagerð Ískort.is. Nýjar línur við Búðarhálsvirkjun ásamt línum á vestfjörðum er helst að nefna sem viðbætur frá eldra gagnasafni.

 

Kortagerð.

Mikil endurnýjun var á vinnulagi og samsetningu á gagnasettum var við útgáfu 2015, helgaðist það að stórum hluta af magni nýrra gagnasetta sem notuð voru við kortagerðina. Þar bar helst gagnaskrár unnar af Ískort.is.

Í því sambandi má nefna.

 • Litir í grunnkorti voru allir yfirfariðir. Heildarútlit er svipað en litir eru bjartari en áður ásamt því að fleiri gögn voru notuð við litakortagerðina.
 • Hæðarskygging á landi og jöklum var unnið á mismunandi hátt. Sérstaklega var hugað að skygging á sprungum í jöklum væri með það að markmiði að gera þær sýnilegri, ásamt því að skygging á landslagi á jöklum var gerð greinilegri.
 • Örnefni og texti á korti var unnin upp á nýtt. Forgangsröðun texta og örnefnategunda var endurskoðuð og þónokkrar breytingar gerðar í því sambandi. Texti smækkaður til samræmis við hvern kvarða fyrir sig.
 • Kortagerðin unnin öll í kvarðanum 1:25.000. Ný gögn og nákvæmari gera það mögulegt, ásamt því að vinnsla á frumgögnum var með þeim hætti að 1:25.000 kvarði var möguleiki.
 • Endurskoðað hvaða línugögn eru í forgrunni og bakgrunni í hverjum kvarða fyrir sig.
 • Endurskoðað hvaða línugögn eru byrt í hverjum kvarða fyrir sig.

Útgáfa

Ískort.is gefur úr kort og útbýr fyrir nokkur hugbúnaðarkerfi, ásamt því að útbúa sérhæfð kort til útprentunar.

 • Fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.
  Útgáfa fyrir hugbúnaðinn PDF-Maps er fáanlegur fyrir Android og Apple iOS spjaldtölvur og síma. (www.pdf-maps.com )
  Kortin eru gefin út í kvörðum: 1:50.000, 1:100.000, 1:250.000, 1:500.000, 1:750.000 og af völdum svæðum í kvarðanum 1:25.000
  Ný blaðskipting er á Ískort 2015 kortunum frá Ískort 2014 útgáfu. Í kvarðanum 1:100.000 eru 8 kortablöð í stað 12 og hvert blað nær yfir stærra landsvæði en áður. Hvert kortablað er fyrir vikið um tvöfalt stærra en áður. Í kvarðanum 1:50.000 eru 12 kortablöð í stað 49 áður, og þar er um gríðarlega stækkun á hverju korti fyrir sig.  Kortin skarast einnig vel við nærlyggjandi kort.
  Notandinn kaupir kortin í gegnum PDF-Maps hugbúnaðinn með AppleID eða Android Play Store aðgangi
 • Fyrir flug
  Útgáfa fyrir hugbúnaðinn Air Navigation (http://www.xample.ch/air-navigation )
  Kortin eru gefin út í kvörðum: 1:250.000 og 1:500.000
  Notandi kaupir kortin í gegnum vefsíðu Xample.
 • Fyrir PC tölvur
  Útgáfa fyrir hugbúnaðinn OziExplorer (www.oziexplorer.com ) sem er hugbúnaður fyrir Windows PC tölvur. Hugbúnaðurinn nýtist vel við skipulagningu og í ferðatölvum í farartækjum. Kortin eru útbúin fyrir hvert og eitt OziExplorer leyfi notanda. Kortin eru því afgreidd eftir pöntun.  Einnig er  OziExplorer fáanlegt fyrir Android Spjaldtölvur.
  Kortin eru gefin út í kvörðum: 1:50.000, 1:100.000, 1:250.000, 1:500.000, 1:750.000 og 1:25.000
  Notandi kaupir kortin milliliðalaust af Ískort.is Sendið fyrirspurnir á iskort@iskort.is
 • Sérhæfð kortagerð
  Ískort.is bíður upp á sérhæfða kortagerð. T.d. útprentanir á kortum, sértæka kortavinnslu eða kort útbúin af stökum svæðum í öðrum kvarða en annars er tilbúin fyrirfram.
  Notandi kaupir kortin milliliðalaust af Ískort.is Sendið fyrirspurnir á iskort@iskort.is
 • Vefsjá
  Ískort.is heldur úti vefsjá með kortum Ískort.is. á slóðinni http://www.iskort.is/vefsja
  Notandi skoðar kortin endurgjaldslaust.

Iskort 2015 útgáfa komin á fullt.

Ný IS-50V gögn frá Landmælingum Íslands eru orðin aðgengileg og þá hefst lokahnikkur á kortagerð Ískort 2015.  Síðastliðið ár hefur verið annasamt við gerð grunngagna meðal annars gróðurþekja unnin úr Landsat 8 gervihnattamyndum frá Nasa. Nánari lýsing á nýjum gögnum öðrum en þeim frá Landmælingum kemur síðar.
Nú þegar ný gögn hafa komið frá Landmælingum, hefst loka samseting og vinnsla á gögnunum. Í byrjun Janúar 2015 verður lokaútgáfa tilbúin til notkunar í PDF-Maps hugbúnaðinum.

 

Nýtt í gögnum frá Landmælingum Íslands.

 • Hæðargögn:
  Það voru settir inn 6 gps punktar í hæðarpunktalagið. Í hæðarlínulaginu voru Lidargögn á Mýrdalsjökli yfirfarin.
 • Strandlína:
  Í tengslum við uppfærslu á vatnafarinu urðu einhverjar tilfærslur á hjálparlínum í dálkinum‚ adstodarlina í línulaginu en lega strandlínunnar breyttist ekkert. Flákalagið er óbreytt.
 • Mannvirki:
  Fjarskiptalagið er núna hluti af punktalaginu í mannvirkjum, fær kóðann 6500 í flokkun mannvirkja. Ekki lengur er boðið upp á mannvirki línur og eru núna 2 fitjuklasar í mannvirkjalaginu í stað 4. Breytingar og leiðréttingar voru gerðar í mannvirkjapunktalaginu. Í flákalaginu var farið yfir útlínur þéttbýlisstaða. Einnig eru komnar nýjar íbúafjölda upplýsingar frá Hagstofunni.
 • Mörk:
  Breytingar er á póstnúmeralaginu, lagfæringar voru gerðar í samvinnu við Póstinn og Þjóðskrá Íslands. Breytingar er á laginu umdæmi sýslumanna, þeim fækkar úr 24 í 9 (gildistaka 1.1.2015). Sömu sögu er að segja um umdæmi lögreglu, þeim fækkar úr 15 í 9 (gildistaka 1.1.2015). Í sveitarfélagalaginu breyttust mörk í Þingeyjarsveit, Norðurþingi og Skútustaðarhreppi samkvæmt hæstaréttadómi nr. 547/2012. Í línulagi markanna er núna eingöngu sýndar útlínur sveitarfélaga og einnig breyttust mörk í Þingeyjarsveit, Norðurþingi og Skútustaðarhreppi samkvæmt hæstaréttadómi
 • Örnefni:
  Frá síðustu útgáfu örnefna hefur verið skráð töluvert af örnefnum en einnig hefur ónákvæmum línum við ströndina verið breytt í fláka en því verkefni lýkur í næstu útgáfu. Skráð voru örnefni í Borgarbyggð, Skorradalshreppi, Djúpavogshreppi, Þingeyjarsveit, Dalabyggð, Vesturbyggð, Eyjafjarðarsveit, Rangárþingi ytra og í Öræfasveit Örnefni í hafi eru ný í þessari útgáfu.
 • Vatnafar:
  Vatnafarið var uppfært á stórum hluta Austurlands og svo voru minni svæði hér og þar uppfærð, m.a. voru flákar uppfærðir á Suðurlandi, í Skagafirði og á Reykjanesinu. Punktalagið var uppfært með því að færa fossa og flúðir á rétta staði. Við uppfærsluna voru m.a. notuð gervitunglagögn frá GeoEye, SPOT-5, Orbview og CORE og loftmyndir frá Samsýn ehf.
 • Samgöngur:
  Engar breytingar voru gerðar á flákalaginu. Það hafa aftur á móti orðið breytingar á línulaginu. LMÍ mældu fáeina vegi í Húnaþingi vestra. Fáeinum nýjum vegum frá Vegagerðinni var bætt við og leiðréttingar voru gerðar. Einnig hefur vegayfirborðið verið endurskoðað og eigindataflan yfirfarin en það eru t.d. alltaf einhverjar breytingar á vegnúmerum. Þá hafa vegir í þéttbýli verið uppfærðir að mestu með gögnum frá Samsýn ehf.

 

Gögn frá Náttúrufræðistofnun notuð við kortagerð

Ný gögn frá Náttúrufræðistofnun Íslands www.ni.is, eru komin út og nú stendur yfir vinna við að litsetja gögnin til notkunar í kortagerð Iskort.is

Gögnin eru gríðarlega nákvæm eða í kvarðandum 1:25.000. Gróðurgerðir eru  flokkaðar ítarlega í gagnasafninu, ásamt því að ógrónar landgerðir eru flokkaðar eftir yfirborðsgerð.

 

Vistgerðir litsettar eftir flokkum, til notkunar í kortagerð.
Vistgerðir litsettar eftir flokkum, til notkunar í kortagerð. Myndin sýnir vinnugögn.

 

New webmap for Iskort.is

 

A new webmap has been enabled on the website for Iskort.is The map is simple to use and easy on both desktops and mobile devices. It is possible to look at the map at full screen to enjoy the high resolution maps provided.

Ný vefsjá tekin í notkun

Ný vefsjá fyrir kort Ískort hefur verið virkjuð. Vefsjáin er þó ennþá í þróun, en í henni er hægt á mjög auðveldan hátt að skoða kort Iskort.is hvort sem er í borðtölvu eða spjaldtölvu. Hægt er að skoða kortið „full-screen“ sem er mjög þægilegt t.d á spjaldtölvum og snjallsímum.

Vinnsla á gróðurþekju

Núna stendur yfir heilmikil yfirferð á Landsat 8 gerfihnattamyndum í þeim tilgangi að ná út heildstæðri gróðurþekju af landinu.

Landsat 8 gagnasafn samanstendur af 11 mismunandi myndum af hverju svæði, teknum á sama tíma. – Munurinn á myndunum felst í mismunandi tíðnisviði sem viðkomandi mynd er tekin á.

Hér er skýringarmynd sem sýnir tíðnisvið hvers „litabands“ í gagnasafninu. Einungis lítill hluti af af tíðnisviðinu er sýnilegt ljós (blár, grænn, rauður). Önnur bönd eins og t.d infrarauður er notaður til að vinna gróðurþekju og band 1 t.d notað til að vinna vatnsyfirborð.

landsat8

Efri röðin sýnir Landsat 8 bönd, en sú neðri eldri Landsat 7 bönd.

Gróðurþekjan (NDVI)  er fengin út bandi 4(Red) og bandi 5 (NIR, Near Infrared) með ákveðinni formúlu :

NDVI = ((NIR - Red)/(NIR + Red))

Reikna þarf út gróðurþekjuna fyrir hverja mynd fyrir sig og einnig þarf að taka út svæði sem eru þakin skýjum.

Landsat 8 gagnasafnið inniheldur sérstakt band sem endurspeglar gæði hvers pixels í viðkomandi mynd og er hægt að lesa út ýmisskonar upplýsingar úr gæðabandinu. Stök gildi í skránni eru t.d fyrir lágský, háský, ís, snjó, og vatn og land.

 

Hér fyrir neðan eru sýnishorn í lágri upplausn af hverri þekju og þeim þrepum í vinnslunni sem eru til að fá út skýjalausa gróðurþekju.

Þar sem skýjað er, þarf að finna aðra mynd tekna á öðrum tíma, þar sem svæðið er skýjalaust. Leggja  þarf svo myndirnar saman til að fá heilstæða skýjalausa þekju af öllu landinu.

Hver mynd þekur um 37 ferkílómetra og því eru heilmargar myndir sem þarf til að þekja allt landið og ennþá fleiri til að ná öllum svæðum skýjalausum.

Band-4
Þekja sem endurspeigar rauðan lit

Band-5
Þekja sem endurspeglar infrarauðan lit

NDVI
NDVI þekja sem endurspeglar hvar gróður er (grænn), og ís/vatn (Blár)

Band-BQA
Gæðaþekjan. Mismunandi litir endurspegla mismunandi gæði á hverjum pixel og yfirborðstegund

Band-BQA-Filtered
Þekja þar sem skýlaus svæði hafa verið merkt græn.

NDVI-Clouds
Gæðaþekjan lögð yfir gróðurþekjuna þar sem eingöngu skýjalaust svæði skilar sér í gegn.

Greens-Clouds
Gróður (grænn) aðskilin frá NDVI myndinni (Blár tekinn frá) og út kemur þekja sem endurspeglar magn gróðurs.

 

OMM Iceland – Mapping project

Iskort resently finished creating special maps for  OMM Iceland 2014 (Original Mountain Marathon). The contest has been held in this country for the past two years in the area around Reykjanes lighthouse, but now the competition was placed  east of the Reykjanes area or the area between the Blue Lagoon and Kleifarvatn Lake.
Iskort was responsible for generating maps for competitors and organizers. Contestants get coordinates at the start of the race and have to collect points with a stop at a predetermined destination. Contestants have the printed card from Iskort using only map and compass to find your way around the area.
Organizers also use webmaps from Iskort  during the planning of the competition, but the maps include marked trails, danger and restricted area along the perimeter of the area which contestants have to stay inside.

Screenshot of part of the map.

OMM-Iceland-2014-Sample

Cooperation with Rögg, developing GSM phone search system.

Iskort recently made ​​a deal with Rögg ehf. so mapsdata from Iskort will be used in the mobile phone search system. The system consists of mobile communication equipment, software and maps from Iskort

The GSM Search system is specially designed for  the Icelandic Coast Guard and removable units can be quickly deploed to helicopters units . The equipment is able to target a GSM phone even though the phone is not connect to the national GSM network. This system speeds up the search of missing person and can also provide telephone connection with the person missing.