Iskort 2015 útgáfa komin á fullt.

Ný IS-50V gögn frá Landmælingum Íslands eru orðin aðgengileg og þá hefst lokahnikkur á kortagerð Ískort 2015.  Síðastliðið ár hefur verið annasamt við gerð grunngagna meðal annars gróðurþekja unnin úr Landsat 8 gervihnattamyndum frá Nasa. Nánari lýsing á nýjum gögnum öðrum en þeim frá Landmælingum kemur síðar.
Nú þegar ný gögn hafa komið frá Landmælingum, hefst loka samseting og vinnsla á gögnunum. Í byrjun Janúar 2015 verður lokaútgáfa tilbúin til notkunar í PDF-Maps hugbúnaðinum.

 

Nýtt í gögnum frá Landmælingum Íslands.

  • Hæðargögn:
    Það voru settir inn 6 gps punktar í hæðarpunktalagið. Í hæðarlínulaginu voru Lidargögn á Mýrdalsjökli yfirfarin.
  • Strandlína:
    Í tengslum við uppfærslu á vatnafarinu urðu einhverjar tilfærslur á hjálparlínum í dálkinum‚ adstodarlina í línulaginu en lega strandlínunnar breyttist ekkert. Flákalagið er óbreytt.
  • Mannvirki:
    Fjarskiptalagið er núna hluti af punktalaginu í mannvirkjum, fær kóðann 6500 í flokkun mannvirkja. Ekki lengur er boðið upp á mannvirki línur og eru núna 2 fitjuklasar í mannvirkjalaginu í stað 4. Breytingar og leiðréttingar voru gerðar í mannvirkjapunktalaginu. Í flákalaginu var farið yfir útlínur þéttbýlisstaða. Einnig eru komnar nýjar íbúafjölda upplýsingar frá Hagstofunni.
  • Mörk:
    Breytingar er á póstnúmeralaginu, lagfæringar voru gerðar í samvinnu við Póstinn og Þjóðskrá Íslands. Breytingar er á laginu umdæmi sýslumanna, þeim fækkar úr 24 í 9 (gildistaka 1.1.2015). Sömu sögu er að segja um umdæmi lögreglu, þeim fækkar úr 15 í 9 (gildistaka 1.1.2015). Í sveitarfélagalaginu breyttust mörk í Þingeyjarsveit, Norðurþingi og Skútustaðarhreppi samkvæmt hæstaréttadómi nr. 547/2012. Í línulagi markanna er núna eingöngu sýndar útlínur sveitarfélaga og einnig breyttust mörk í Þingeyjarsveit, Norðurþingi og Skútustaðarhreppi samkvæmt hæstaréttadómi
  • Örnefni:
    Frá síðustu útgáfu örnefna hefur verið skráð töluvert af örnefnum en einnig hefur ónákvæmum línum við ströndina verið breytt í fláka en því verkefni lýkur í næstu útgáfu. Skráð voru örnefni í Borgarbyggð, Skorradalshreppi, Djúpavogshreppi, Þingeyjarsveit, Dalabyggð, Vesturbyggð, Eyjafjarðarsveit, Rangárþingi ytra og í Öræfasveit Örnefni í hafi eru ný í þessari útgáfu.
  • Vatnafar:
    Vatnafarið var uppfært á stórum hluta Austurlands og svo voru minni svæði hér og þar uppfærð, m.a. voru flákar uppfærðir á Suðurlandi, í Skagafirði og á Reykjanesinu. Punktalagið var uppfært með því að færa fossa og flúðir á rétta staði. Við uppfærsluna voru m.a. notuð gervitunglagögn frá GeoEye, SPOT-5, Orbview og CORE og loftmyndir frá Samsýn ehf.
  • Samgöngur:
    Engar breytingar voru gerðar á flákalaginu. Það hafa aftur á móti orðið breytingar á línulaginu. LMÍ mældu fáeina vegi í Húnaþingi vestra. Fáeinum nýjum vegum frá Vegagerðinni var bætt við og leiðréttingar voru gerðar. Einnig hefur vegayfirborðið verið endurskoðað og eigindataflan yfirfarin en það eru t.d. alltaf einhverjar breytingar á vegnúmerum. Þá hafa vegir í þéttbýli verið uppfærðir að mestu með gögnum frá Samsýn ehf.