Samstaf við Rögg varðandi GSM Leitarkerfi

Ískort gerði á dögunum samning við Rögg ehf. um að kortagögn frá Ískort yrðu notuð í GSM Leitarkerfi Rögg, en kerfið samanstendur af GSM fjarskiptabúnaði, hugbúnaði frá Rögg og kortagrunni frá Ískort.

GSM Leitarkerfið er sérhannað af Rögg fyrir Landhelgisgæslu Íslands og er færanlegur búnaður sem má setja í þyrlur gæslunar. Með búnaðinum er hægt að miða út staðsetingu GSM síma þó svo að síminn sé ekki í sambandi við símkerfið sjálft. Kerfi sem þetta hraðar mjög leit af týndum einstaklingi og getur einnig komið á símasambandi við þann sem leitað er að.