Vinnsla á gróðurþekju

Núna stendur yfir heilmikil yfirferð á Landsat 8 gerfihnattamyndum í þeim tilgangi að ná út heildstæðri gróðurþekju af landinu.

Landsat 8 gagnasafn samanstendur af 11 mismunandi myndum af hverju svæði, teknum á sama tíma. – Munurinn á myndunum felst í mismunandi tíðnisviði sem viðkomandi mynd er tekin á.

Hér er skýringarmynd sem sýnir tíðnisvið hvers „litabands“ í gagnasafninu. Einungis lítill hluti af af tíðnisviðinu er sýnilegt ljós (blár, grænn, rauður). Önnur bönd eins og t.d infrarauður er notaður til að vinna gróðurþekju og band 1 t.d notað til að vinna vatnsyfirborð.

landsat8

Efri röðin sýnir Landsat 8 bönd, en sú neðri eldri Landsat 7 bönd.

Gróðurþekjan (NDVI)  er fengin út bandi 4(Red) og bandi 5 (NIR, Near Infrared) með ákveðinni formúlu :

NDVI = ((NIR - Red)/(NIR + Red))

Reikna þarf út gróðurþekjuna fyrir hverja mynd fyrir sig og einnig þarf að taka út svæði sem eru þakin skýjum.

Landsat 8 gagnasafnið inniheldur sérstakt band sem endurspeglar gæði hvers pixels í viðkomandi mynd og er hægt að lesa út ýmisskonar upplýsingar úr gæðabandinu. Stök gildi í skránni eru t.d fyrir lágský, háský, ís, snjó, og vatn og land.

 

Hér fyrir neðan eru sýnishorn í lágri upplausn af hverri þekju og þeim þrepum í vinnslunni sem eru til að fá út skýjalausa gróðurþekju.

Þar sem skýjað er, þarf að finna aðra mynd tekna á öðrum tíma, þar sem svæðið er skýjalaust. Leggja  þarf svo myndirnar saman til að fá heilstæða skýjalausa þekju af öllu landinu.

Hver mynd þekur um 37 ferkílómetra og því eru heilmargar myndir sem þarf til að þekja allt landið og ennþá fleiri til að ná öllum svæðum skýjalausum.

Band-4
Þekja sem endurspeigar rauðan lit

Band-5
Þekja sem endurspeglar infrarauðan lit

NDVI
NDVI þekja sem endurspeglar hvar gróður er (grænn), og ís/vatn (Blár)

Band-BQA
Gæðaþekjan. Mismunandi litir endurspegla mismunandi gæði á hverjum pixel og yfirborðstegund

Band-BQA-Filtered
Þekja þar sem skýlaus svæði hafa verið merkt græn.

NDVI-Clouds
Gæðaþekjan lögð yfir gróðurþekjuna þar sem eingöngu skýjalaust svæði skilar sér í gegn.

Greens-Clouds
Gróður (grænn) aðskilin frá NDVI myndinni (Blár tekinn frá) og út kemur þekja sem endurspeglar magn gróðurs.