Kortagerð fyrir Flugdeild Landhelgisgæslu Íslands

Nú er lokið kortagerð fyrir Flugdeild Landhelgisgæslu Íslands og verða kortin formlega afhent síðar í vikunni.

Kortin eru sérútbúin með þarfir þyrlusveitarinnar í huga, þar sem búið er að draga fram þá þætti sem auka öryggi þeirra í flugi. Þar má helst nefna staðsetingu fjarskiptamastra og raflína.  Einnig var útbúið viðamikið safn gönguleiða, þar sem  í eru yfir 1400 gönguleiðir víðsvegar um landið. Gögn frá fjarskiptafyrirtækjunum og öðrum sem hafa fjarskiptamöstur í sinni umsjón, þrefölduðu nær fjölda fjarskiptamastra úr opnum gögnum.  Að auki voru gögn frá Sjómælingum Íslands sett inn á kortin þar sem vitar, baujur, dýptarlínurlínur og annað í sjó er gert sýnilegt, en slíkar upplýisngar nýtast þyrlusveitinni við leit á sjó.  Stefnuvitar fyrir blindflug eru einnig á kortunum ásamt fleiri þáttum sem nýtast þyrlusveitinni sérstaklega.

Með því safni upplýsinga sem eru á kortunum hefur verið útbúið sérhæfð kort, þar sem sjónarmið flugöryggis, leitar á landi og leitar á sjó  eru sameinuð í eitt kortasafn.

Skjáskotin hér að neðan sýna helstu þætti kortanna þar sem umræddar upplýsingar koma fram á kortinu.

 dypisgogn
Hafsvæði í kringum Ísland nær á kortunum frá Grænlandi til Færeyja. Dýpislínur, sæstrengir og landhelgislínur.
 saestrengir
Sæstrengir og landhelgislínur
 vitar1
Baujur og sker, merkt með táknum í samræmi við sjókort Sjómælinga Íslands
 vitar
Vitar með þeim litageirum  og merkingum frjá Sjómælingum Íslands.
 lokadirvegir
Aflagðir vegir sem auðvelda löggæslustörf á hálendinu í baráttunni við utanvegaakstur.
 raflinur
Raflínur gerðar mjög áberandi í kortinu, og aðgreining gerð á milli bæjarlína og burðarlína
 fjarskiptamastur
Fjarskiptamöstur gerð áberandi í kortunum.
 gonguleidir
Gönguleiðir.

Kort sem þessi, til notkunar í flugsveit LHG, innihalda gríðarlega mikið af gögnum frá ýmsum aðilum og þeim bera að þakka sérstaklega auk þeirra aðila sem hjálpuðu til við gagnaöflun og ráðgjöf við kortagerð.

Landmælingar Íslands – Grunnkort IS-50V
Sjómælingar Íslands – Dýptarlínur, örnefni í sjó, baujur, vitar og önnur sjókortagögn
Veðurstofa Íslands – Hæðarlíkan jökla
Raunvísindastofnun Háskóla Íslands – Hæðarlíkan jökla
Tetra á Íslandi – Staðsetning fjarskiptamastra
Slysavarnarfélagið Landsbjörg – Staðseting fjarskiptamastra
Loftmyndir – Ráðgjöf við kortagerð
Míla – Staðsetning fjarskiptamastra
Vodafone – Staðsetning fjarskiptamastra
Ísavia – Staðsetning fjarskiptamastra
Rúv – Staðsetning fjarskiptamastra
Landsvirkjun – Lega raflína, Staðsetning vindmyllna
Landsnet – Lega raflína
Orkubú Vestfjarða – Lega raflína
Rarik – Lega raflína
Orkuveita Reykjavíkur – Lega raflína
Fiskistofa – Veiðisvæði, lokanir og hólf
Félagar í Hjálparsveit Skáta Reykjavík – Söfnun Gönguleiða
Þórhildur Önnudóttir – Ráðgjöf við kortagerð.

 

Kort af hreindýraveiðisvæðum

Ný kort af hreindýraveiðisvæðum eru tilbúin til sölu og notkunar í hugbúnaðinum Pdf-maps.

Kortin eru 12 talsins, 2 x 1:100.000 af  austurlandi skipta upp eftir Norðurhluta og Suðurhluta. Og 10 x  1:50.000 eru af hverju veiðisvæði fyrir sig, en svæði 1 og 2 eru það stór að þeim er skipt niður í 3 kort hvert. Blaðskiptinguna má sjá hér fyrir neðan.

Hreindýrasvæðin eru merkt inn á kortið og hvert svæði auðkennt með litum. – Yfirlitskort er til hliðar við sjálft kortið, svo notandi getur vel séð hvaða svæði er hvar.

Kortin eru aðgengileg í PDF-Maps hugbúnaðinum, undir merkjum Ískort.

Hér er skjáskot af kortinu.

Hreindýraveiðisvæði

 

Blaðskipting 1:50.000 Korta.

Blaðskipting hreindýrasvæðakorta     Blaðskipting hreindýrasvæðakorta